Skilmálar
Skilmálar:
Fyrirtækið Nordikó Design ehf. er eigandi og rekstraraðili vefsíðunnar www.nordiko.is. Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Komi upp lagalegur ágreiningur er það í lögsögu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Persónuverndarstefna:
Nordikó design ehf. virðir friðhelgi þína.
Við söfnum persónuupplýsingum í viðskiptalegum tilgangi fyrir hluti eins og auglýsingar, tilkynningar og fleira. Þessar upplýsingar verða aldrei notaðar á ólöglegan eða siðlausan hátt af Nordikó.
Allar persónuupplýsingar eru trúnaðarmál og verða ekki gefnar eða seldar þriðja aðila.
Stefna okkar er í samræmi við íslensk lög https://www.althingi.is/lagas/148b/2000077.html
Skilareglur :
14 daga skilaréttur gildir með hverri vöru ef viðskiptavinur getur sýnt sönnun fyrir kaupum með kaupdegi. Varan skal vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunalegum og óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð þarf hún að vera það þegar henni er skilað. Við skil á vöru miðast skilaverðið við upphaflegt verð vörunnar nema því sé verið að skila henni á útsölu eða sértilboði, en þá miðast skilaverðið við verð skiladags. Ef viðskiptavinur vill ekki skipta vörunni út fyrir aðra er inneignarseðill gefinn út eftir að vöru hefur verið skilað í formi útgefinns kóða sem gildir í þessari verslun, í eitt ár frá skiladegi. Sendinga- og póstgjöld eru ekki endurgreidd. Viðskiptavinur þarf að greiða fyrir sendingu á skiluðum vörum. Við munum greiða fyrir sendingu á vörum sem eru fengnar í stað annarra.
Ef um er að ræða gallaða eða ófullkomna vöru munum við skipta henni út fyrir nýja vöru og greiða allan sendingarkostnað sem af því leiðir eða endurgreiða hana ef þess er óskað.
Fyrir frekari upplýsingar er vísað til reglugerðar um netverslun á Íslandi: https://www.althingi.is/lagas/145a/2000046.html
Sendingar-, skatta- og sendingarupplýsingar:
Öll verð eru með 24% vsk en sendingarkostnaður reiknast þegar gengið er frá kaupum. Verð sendingar fer eftir sendingarstað. Verð geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á sendingargjöldum, gjaldeyrissveiflum eða öðrum efnahagslegum aðstæðum.
Pantanir sem sendar eru úr landi geta verið háðar aukagjöldum eins og tollum, vörugjöldum og öðrum gjöldum sem viðskiptavinurinn þarf að greiða. Þessi gjöld eru mismunandi milli landa og er ómögulegt fyrir Nordikó að vita áður en pöntun er gerð.
Allar pantanir eru afgreiddar og sendar næsta virka dag. Ef vara er ekki til við kaup munum við hafa samband til að upplýsa um áætlaðan afhendingartíma.
Sendingar innan Reykjavíkur eru á vegum Nordikó á meðan allar aðrar sendingar annast Dropp eða Pósturinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru pantanir sendar heim en sendar á næsta Droppstað, pósthólf eða pósthús fyrir sveitina. Af öllum sendingum sem Dropp eða Pósturinn annast, gilda almennir skilmálar þeirra ásamt sendingar- og afhendingarskilmálum. Því ber Nordikó ekki ábyrgð ef vörur týnast eða skemmast í sendingum. Ef vara annað hvort týnist eða skemmist eftir að hún hefur verið send frá Nordikó liggur ábyrgð hjá kaupanda.
Höfundarréttur:
Öll hönnun, efni og vörur sem birtar eru á þessari vefsíðu eru í eigu Nordikó Design ehf. nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Fyrirtækjaupplýsingar:
Lögheiti: Nordikó Design ehf.
Kennitala: 511119-0220
VSK-númer: 136201
Sími: +3547704704
Heimilisfang: Síðumúli 39, 108, Reykjavík
Höfundarréttur © 2024: Nordikó Design ehf. Allur réttur áskilinn.